Aliou Cisse, landsliðsþjálfari Senegals, vill sjá Sadio Mane semja við Bayern Munchen í sumar en hann er sterklega orðaður við félagið.
Mane þekkir ágætlega til á þessum slóðum en hann lék með Salzburg í Austurríki áður en hann hélt til Liverpool.
Þessi þrítugi leikmaður á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur hingað til neitað að krota undir framlengingu.
Cisse telur að það sé rétt skref fyrir Mane að fara til Þýskalands og vonar hann að það verði af skiptunum.
,,Ég hef heyrt um Sadio til Bayern. Fyrir mér er það félag sem er þess virði. Þeir spila pressufótbolta og eru með þýskan þjálfara,“ sagði Cisse.
,,Sadio spilaði í nágrannalandinu Austurríki með Salzburg og hann þekkir tilæ þarna. Að mínu mati mun honum líða best í Bayern.“