Wesley Sneijder hefði getað náð sömu hæðum og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefði hann sýnt íþróttinni sama áhuga og þeir tveir gera.
Sneijder vill sjálfur meina þetta en Ronaldo og Messi eru af mörgum taldir tveir bestu leikmenn sögunnar.
Sneijder átti mjög farsælan feril sem leikmaður og lék með liðum eins og Inter Milan og Real Madrid. Einnig spilaði hann leiki fyrir hollenska landsliðið.
Sneijder var aldrei með sömu ástríðu fyrir boltanum og þeir tveir og náði þess vegna ekki eins langt, að eigin sögn.
,,Ég hefði getað orðið jafn góður og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en ég í raun nennti því ekki,“ sagði Sneijder.
,,Ég elska lífið og fékk mér vínglas af og til. Leo og Cristiano eru öðruvísi. Þeir þurftu að fórna svo miklu sem er ásættanlegt. Ferillinn minn var samt frábær.“