Lið Fulham á Englandi er í viðræðum við Arsenal um að fá markvörðinn Bernd Leno í sumarglugganum.
Leno á ekki framtíð fyrir sér hjá Arsenal en Aaron Ramsdale kom til félagsins í fyrra og er númer eitt.
Leno á að eins 12 mánuði eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann hefur leikið þar frá árinu 2018.
Fulham er staðsett í London líkt og Arsenal og gætu þessi skipti reynst þægileg fyrir Þjóðverjann.
Fulham tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vetur með því að valta yfir ensku Championship-deildina.