Mike Phelan mun ekki starfa áfram á Old Trafford á næstu leiktíð samkvæmt heimildum the Athletic.
Phelan var ráðinn aftur til Man Utd er Ole Gunnar Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho og vann svo einnig undir Ralf Rangnick.
Það var ekki fyrsta dvöl Phelan hjá Man Utd en hann aðstoðaði Sir Alex Ferguson frá 2008 til ársins 2013.
Erik ten Hag er nú tekinn við stjórnartaumunum í Manchester og ætlar að vinna algjörlega með sínu eigin þjálfarateymi.
Phelan skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári og ljóst að það þyrfti að semja um starfslok.