Darwin Nunez er tilbúinn að skrifa undir fimm ára samning við Liverpool – Sky Sports greinir frá þessu í kvöld.
Nunez er sterklega orðaður við bikarmeistarana í dag en hann leikur með Benfica og er á förum í sumar.
Sky segir að viðræður Benfica og Liverpool gangi vel en það er þó enn ekki búið að ná samkomulagi um kaupverð.
Benfica vill fá allavega 100 milljónir evra fyrir sóknarmanninn en Liverpool mun aðeins borga það sem félagið telur vera sanngjarnan verðmiða.
Nunez vill sjálfur færa sig til Liverpool samkvæmt Sky og er tilbúinn að krota undir til ársins 2027.
Önnur lið hafa sýnt Nunez áhuga en nú bendir allt til þess að hann endi á Anfield.