Bristol City bauð upp á frábært grín á Twitter-síðu sinni í gær er knattspyrnumaðurinn Kane Wilson var kynntur til leiks.
Bristol var að tryggja sér Kane frá Forest Green en hann er 22 ára gamall bakvörður sem gerir fjögurra ára samning.
Í tilkynningu notaði Bristol heimsfrægt atriði úr bíómynd eða myndinni Cast Away þar sem Tom Hans fer með aðalhlutverk.
Í myndinni er Hanks fastur á eyðieyju og eignast einn vin, blakbolta sem hann kallar Wilson.
Bristol notaðist einnig við blakbolta í kynningunni og má sjá á honum rautt handafar líkt og í myndinni sjálfri.
Þetta frábæra grín má sjá hér.
WILSON! 😍 pic.twitter.com/5vnPGAgdY9
— Bristol City FC (@BristolCity) June 10, 2022
Any guesses? 🤣 pic.twitter.com/kbiDmeJnjz
— Bristol City FC (@BristolCity) June 10, 2022