Það tók HK um tíu mínútur að klára leik sinn í Lengjudeild karla í kvöld er liðið spilaði við Þór.
Akureyringar komust yfir í Kórnum í kvöld en Aron Ingi Magnússon skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir gestina.
HK skoraði hins vegar þrjú mörk á tíu mínútum í síðari hálfleik til að tryggja sigur og mun leið sinn þriðja sigur í sumar.
Vestri fékk fyrr í dag sitt sjötta stig er liðið spilaði við Kórdrengi heima í skemmtilegum leik.
Kórdrengir komust í 2-0 í þessari viðureign en Vestri svaraði með mörkum frá Vladimir Tufegdzic og Toby King í leik sem lauk, 2-2.
HK 3 – 1 Þór
0-1 Aron Ingi Magnússon
1-1 Atli Arnarson(víti)
2-1 Arnþór Ari Atlason
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson
Vestri 2 – 2 Kórdrengir
0-1 Þórir Rafn Þórisson
0-2 Kristofer Jacobson Reyes
1-2 Vladimir Tufegdzic
2-2 Toby King