Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, var ekki valinn í lið ársins á Englandi sem kosið var af leikmannasamtökunum.
Það er ákvörðun sem kom mörgum á óvart en miðvörðurinn átti mjög gott tímabil með Man City sem vann deildina.
Antonio Rudiger, leikmaður Chelsea og Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, voru saman í hjarta varnarinnar.
Laporte er ekki pent sáttur með þá ákvörðun en hann birti áhugaverða Twitter-færslu í gær þar sem má sjá hreyfimynd af Jose Mourinho.
,,Ég kýs að tjá mig ekki,“ fylgir með en um er að ræða fræg ummæli sem Mourinho lét falla er hann þjálfaði Chelsea á sínum tíma.
Margir voru á því máli að Spánverjinn ætti skilið að fá sæti í liðinu og virðist hann sjálfur vera sammála því.
🤦🏻♂️🤷🏻♂️😘 pic.twitter.com/cX6j8Wf3mx
— Aymeric Laporte (@Laporte) June 10, 2022