Knattspyrnustjarna sem spilar í Bundesligunni var handtekin á miðvikudag en maðurinn er grunaður um nauðgun á Spáni.
The Mirror fjallar um þetta mál en eins og gefur að skilja er maðurinn ekki nafngreindur að svo stöddu en hann leikur í efstu deild Þýskalands.
Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað 18 ára gamalli stúlku og situr í gæsluvarðhaldi ásamt öðrum manni á svipuðum aldri.
Atvikið átti sér stað á Ibiza á Spáni en margir knattspyrnumenn eru nú í sumarfríi eftir langt og strangt tímabil.
Mirror hefur ekki upplýsingar um hvort mönnunum hafi verið hleypt úr varðhaldi en það mun koma í ljós eftir helgi.
Atvikið á að hafa átt sér stað í glæsivillu nálægt Cova Santa á Ibiza sem er í stuttri fjarlægt frá flugvellinum.