Ísland 5-0 Kýpur
1-0 Kristall Máni Ingason (’11)
2-0 Antreas Karamanolis (’32, sjálfsmark)
3-0 Kristall Máni Ingason (’57)
4-0 Sævar Atli Magnússon (’64)
5-0 Kristian Nökkvi Hlynsson (’90)
Íslenska U21 landsliðið er búið að tryggja sér umspilsleik um að komast í lokakeppni EM eftir leik við Kýpur í kvöld.
Ísland stóðst ekki væntingar í fyrri leiknum gegn Kýpur þar sem strákarnir gerðu 1-1 jafntefli ytra.
Það sama var svo sannarlega ekki á teningnum í kvöld en Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Kýpur og endar í öðru sæti riðilsins.
Ísland þurfti um leið að treysta á að Portúgal myndi vinna Grikkland sem var raunin en það fyrrnefnda vann sinn leik 2-1 eftir að Grikkir minnkuðu muninn í blálokin.
Portúgal endar riðilinn í efsta sæti með 28 stig og er Ísland í öðru sætinu með 18.
Það á eftir að draga um næsta andstæðing Íslands en ljóst að liðið er komið mun nær því að komast í lokakeppnina sjálfa.
Kristall Máni Ingason hefur verið frábær fyrir Víkinga í Bestu deild karla í sumar og skoraði hann tvö mörk í leik kvöldsins.