Knattspyrnuaðdáendur í Bandaríkjunum eiga von á veislu í sumar er tvö stórlið munu spila viðureign í Las Vegas.
Þessi tvö lið eru Real Madrid og Barcelona en hin fræga ‘El Clasico’ viðureign verður spiluð á Allegiant vellinum í Las Vegas í júlí.
Leikurinn er spilaði 23. júlí á velli sem tekur 65 þúsund aðdáendur í sæti sem er engin smá smíði.
Þetta er í annað sinn sem liðin spila í Bandaríkjunum en það gerðist síðast árið 2017 og vann Barcelona þá 3-2 sigur.
Börsungar munu einnig spila við Juventus þremur dögum seinna en sá leikur fer fram í Dallas.
Barcelona mun þá einnig spila við Inter Miami og New York Red Bulls og mun Real leika við Club America og Juventus.