Chelsea hefur staðfest það að varnarmaðurinn Andreas Christensen muni ekki spila með liðinu næsta vetur.
Christensen hefur lengi verið orðaður við brottför frá Chelsea en samningur hans við félagið er að renna út.
Chelsea tilkynnti í gær þá leikmenn sem væru á förum frá félaginu og er á Christensen á meðal þeirra.
Danski landsliðsmaðurinn hefur spilað með Chelsea í tíu ár en ákvað að lokum að framlengja ekki samning sinn við félagið.
Barcelona er að öllum líkindum að fá Christensen í sínar raðir en hann verður samningslaus í lok mánaðar.