Gareth Bale hefur staðfest það að hann sé ekki á förum til spænska félagsins Getafe á frjálsri sölu.
Forseti Getafe gaf það óvænt út á dögunum að félaginu hafi verið boðið að fá Bale sem er að kveðja Real Madrid.
Það hefði komið verulega á óvart ef Bale hefði samið við Getafe en hann þarf lið til að halda sér í formi fyrir HM í Katar.
,,Nei, ég er ekki á leiðinni til Getafe, það er á hreinu,“ sagði Bale á blaðamannafundi í gær spurður út í framtíðina.
Líklegast er að Bale sé á leið aftur til heimalandsins og myndi þá semja við Cardiff.