Ægir 2 – 1 Völsungur
0-1 Áki Sölvason
1-1 Dimitrije Cokic
2-1 Dimitrije Cokic
Völsungur tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Ægi á útivelli í eina leik laugardags.
Bæði þessi lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld og voru það Völsungar sem tóku forystuna með marki frá Áka Sölvasyni.
Dimitrije Cokic tók þá til sinna ráða fyrir Ægi og skoraði tvö mörk og það seinna undir lok leiks til að tryggja sigur.
Ægismenn lyftu sér upp í annað sætið deildarinnar með sigrinum og eru með 16 stig líkt og Njarðvík á toppnum.