Sævar Pétursson fyrrum frambjóðandi til formanns KSÍ kveðst í raun feginn að hafa ekki unnið kjörið í febrúar.
Twitter færsla Sævars þess efnis vekur mikla athygli á Twitter. Knattspyrnusambandið er í krísu þegar kemur að karlalandsliðinu og ekki sést til lands í árangri innan vallar.
Farinn að líta öðrum augum á 26 feb. Var í raun hálfgerður lukkudagur fyrir mig. Mun verri staða á hlutunum en maður gerði sér grein fyrir.
— saevar petursson (@saevarp) June 10, 2022
„Farinn að líta öðrum augum á 26 feb. Var í raun hálfgerður lukkudagur fyrir mig. Mun verri staða á hlutunum en maður gerði sér grein fyrir,“ skrifar Sævar á Twitter.
Sævar bauð sig fram gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í febrúar en Vanda vann Sævar með miklum yfirburðum.
Sævar er framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KA en í mörg horn er að líta hjá Knattspyrnusambandi Íslands til að rétta við skútuna.