Manchester United hefur staðfest brottför 11 leikmanna sem munu ekki spila með félaginu á næstu leiktíð.
Af þessum 11 leikmönnum spiluðu sex af þeim með aðalliði félagsins og fá ekki framlengingu á sínum samningi.
Eins og flestir vita þá er Paul Pogba að yfirgefa Man Utd frítt og er líklega á leið aftur til Juventus.
Edinson Cavani, Jesse Lingard, Juan Mata, Nemanja Matic og Lee Grant eru einnig að skilja við liðið en þeir hafa allir verið hluti af aðalliðinu.
Fimm leikmenn úr akademíu félagsins kveðja þá einnig og þar á meðal D’Mani Mellor sem lék einn aðalliðsleik.
Reece Devine, Connor Stanley og markvörðurinn Paul Woolston eru þá að kveðja Rauðu Djöflana fyrir fullt og allt.