Samkvæmt fréttum í Portúgal er Manchester United að reyna að stela Darwin Nunez af Liverpool. Framherjinn er sagður nálægt því að ganga í raðir Liverpool.
Sagt er að United eigi fund með Jorge Mendes umboðsmanni Nunez um að fá hann til United. Það er þó talið flókið verk.
Nunez hefur samþykkt fimm ára samning við Liverpool en kaupin virðast nánast í höfn.
Samkvæmt fréttum í Portúgal hefur Liverpool nú þegar boðið 85 milljónir punda í þennan frábæra sóknarmann.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Jurgen Klopp er að stokka upp í sóknarleik sínum en Sadio Mane er á förum og fer líklega til FC Bayern. Nunez yrði dýrasti leikmaður í sögu Liverpool ef rétt reynist.