Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, gæti hjálpað Sadio Mane ef sá síðarnefndi færir sig til Bayern Munchen í sumar.
Þessir leikmenn spila saman með Liverpool í dag en allar líkur eru á að Mane sé á förum í sumar og líklega til Bayern.
Thiago er fyrrum leikmaður Bayern en hann ákvað að yfirgefa félagið fyrir tveimur árum og hélt til Englands.
Samkvæmt fréttum erlendis gæti Mane flutt inn í hús Thiago í Munchen en húsið er laust eftir brottför Spánverjans.
Mane gæti því flutt tímabundið inn til Thiago áður en hann finnur sér endanlegt húsnæði í borginni.
Mane hefur verið einn allra besti leikmaður Liverpool í mörg ár og væri mikill missir fyrir liðið ef hann færir sig erlendis.