Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var í kvöld valinn besti leikmaður ársins á Englandi.
Það voru leikmannasamtökin sem völdu Salah bestan og er þetta í annað sinn sem hann vinnur þessi verðlaun.
Salah var markahæsti leikmaður ensku deildarinnar í vetur er Liverpool hafnaði í öðru sæti á eftir Manchester City.
Phil Foden var valinn besti ungi leikmaðurinn en hann átti mjög gott tímabil með meisturunum í Man City.
Sam Kerr var þá valin best í kvennaflokki en hún var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna.
Lið ársins var þá einni valið en þar er Salah í fremstu víglínu í karlaflokki ásamt Sadio Mne og Cristiano Ronaldo.
Ronaldo var valinn í liðið fram yfir Heung-Min Son hjá Tottenham sem átti virkilega gott ár.
BREAKING: The PFA Premier League Team of the Year has been revealed! ✅🔒 #PFAawards pic.twitter.com/yzfmNf3bSe
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2022