Marcus Rashford hefur hafnað því að ganga í raðir Tottenham en enska blaðið The Times fjallar um málið.
Tottenham hafði sýnt því áhuga á að kaupa Rashford í sumar en hann hefur ekki áhuga á slíku.
Rashford átti slakt tímabil hjá United og hefur framtíð hans verið til umræðu.
Rashford ætlar sér samkvæmt frétt The Times að leggja mikið á sig til að finna sitt gamla form undir stjórn Erik ten Hag.
Antonio Conte stjóri Tottenham vildi fá Rashford í raðir Tottenham en af því verður ekki í sumar.