FH er komið í toppsætið í Lengjudeild kvenna eftir leik við HK í kvöld en bæði lið voru taplaus fyrir leikinn.
HK sat á toppnum taplaust með 15 stig en FH var með 13 stig í öðru sætinu. FH hafði gert eitt jafntefli en HK unnið alla sína fimm leiki.
FH stúlkur gerðu sér lítið fyrir og sóttu þrjú stig í kvöld og höfðu betur með þremur mörkum gegn einu.
Víkingur Reykjavík er í þriðja sætinu með 12 stig en liðið vann Hauka á sama tíma 2-1 á útivelli.
HK 1 – 3 FH
0-1 Kristn Schnurr
0-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir
0-3 Shaina Ashouri+
1-3 Ísold Kristín Rúnarsdóttir
Haukar 1 – 2 Víkingur R.