fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Ítarleg grein um mál Gylfa Þórs: Teipað fyrir glugga á heimili hans og fartölvan tekin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. júní 2022 08:12

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það þarf ekki að horfa lengi á fallegu trén til að skilja hvað heillaði hann við þetta hverfi,“ skrifar Daniel Taylor í ítarlegri grein um Gylfa Þór Sigurðsson á The Athletic í dag.

„Göturnar eru breiðar og húsin glæsileg. Aðeins þeir vel efnuðu geta leyft sér að leigja hús hérna. Stórir veggir, hlið og öryggismyndavélar, sport bílar og fleira til að staðfesta að hér búa knattspyrnumenn.“

Taylor fer í nokkuð löngu máli yfir mál Gylfa Þórs sem handtekinn var fyrir tæpu ári grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. „Það var hér síðasta sumar sem lögreglumenn bönkuðu upp til að rannsaka kynferðisbrot,“ skrifar Taylor sem virðist hafa farið að gamla heimili Gylfa Þórs.

Taylor segir að Gylfi búi ekki þar lengur heldur hafi flutt sig í annað húsnæði eftir handtökuna. Gylfi er ekki nafngreindur í greininni en bresk lög banna það.

„Hann er ekki með þegar liðsfélagarnir fara í golf eða þegar þeir stoppa og fá sér kaffi eftir æfingar. Hann býr á stað sem enginn veit hvar er á meðan lögreglan rannsakar málið.“

Taylor segir að fartölva Gylfa hafi verið tekin af honum við handtöku. Hann segir einnig að teipað hafi verið fyrir þakglugga á nýja húsnæði Gylfa til að koma í veg fyrir að drónar gætu tekið myndir af honum og fjölskyldu hans.

„Enginn hjá félaginu vill ræða þetta og fyrir utan það hefur enginn nákvæm smáatriði,“ segir Taylor en segir að Everton hafi hjálpað Gylfa eftir að málið kom upp.

Mál Gylfa hefur lengi verið í rannsókn og fimm sinnum hefur hann verið dæmdur til að vera laus gegn tryggingu. Næstu fréttir í málinu koma 16 júlí.

„Leikmenn Everton voru kallaðir á fund síðasta sumar til að láta vita af málinu. Nákvæm atriði komu ekki fram, mörgum var brugðið þegar þeir heyrðu af þessu,“ skrifar Taylor.

Hann segir að aðstoðarmaður leikmanna hjá Everton afi hjálpað Gylfa að finna nýtt húsnæði, félagið vissi að hann gat ekki lengur búið á sama stað og ekki var í boði að flytja á hótel.

Taylor segir að Gylfi fái enn laun sín frá Everton enda sé ekki búið að ákæra eða dæma í málinu. Hann segir útilokað að Everton bjóði honum þó nýjan samning þegar samningur hans rennur út í lok júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann

Albert tjáir sig um De Gea sem samherja – Frægð og frami ekki haft áhrif á hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu

Skilaboð um dómarann á boltanum hans Bruno vekja kátínu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var Maradona í raun og veru myrtur?

Var Maradona í raun og veru myrtur?