Vængir Júpíters 2 – 0 KH
1-0 Gunnar Orri Guðmundsson
2-0 Ayyoub Anes Anbari
KH mistókst að vinna sinn annan sigur í 3. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Vængi Júpíters í sjöttu umferð.
Þetta var eini leikur kvöldsins í 3. deildinni en sjötta umferðin hófst með viðureigninni.
Vængirnir höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu og lyftu sér upp í sjöunda sætið og eru með níu stig.
KH situr enn í 11. sætinu með þrjú stig en aðeins ÍH er með verri árangur og er án stiga.