Njarðvík er enn taplaust á toppi 2. deildar karla eftir leik við Hauka á heimavelli sínum í kvöld.
Oumar Diouck var heitur fyrir framan mark Hauka í kvöld og gerði bæði mörk Njarðvíkinga í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Njarðvík er á toppnum með 16 stig eftir sex leiki en þetta var í fyrsta sinn í sumar sem liðið tapar stigum.
ÍR vann sinn þriðja sigur í sumar er liðið mætti Reyni S. Reynir er á botni deildarinnar án stiga eftir sex leiki.
Þróttur Reykjavík valtaði yfir Víking Ólafsvík 3-0 heima en Víkingar eru í næst neðsta sætinu með tvö stig.
KF burstaði þá lið Magna 4-0 heima en liðið var að vinna sinn fyrsta sigur eftir fjögur jafntefli og eitt tap.
Höttur/Huginn og KFA áttust einnig við í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Njarðvík 2 – 2 Haukar
1-0 Oumar Diouck
1-1 Máni Mar Steinbjörnsson
2-1 Oumar Diouck
2-2 Fannar Óli Friðleifsson
ÍR 2 – 1 Reynir S.
1-0 Bergvin Fannar Helgason
1-1 Ivan Prskalo
2-1 Bergvin Fannar Helgason
Þróttur R. 3 – 0 Víkingur Ó.
KF 4 – 0 Magni
1-0 Þorvaldur Daði Jónsson
2-0 Hrannar Snær Magnússon
3-0 Auðun Gauti Auðunsson
4-0 Atli Snær Stefánsson
Höttur/Huginn 2 – 2 KFA
0-1 Abdul Mansaray
1-1 Hjörvar Sigurgeirsson
1-2 Abdul Mansaray
2-2 Rafael Romao Victor