Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins segir að Jack Grealish verði að vera betri varnarmaður vilji hann byrja í enska landsliðinu.
Grealish var á bekknum í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi í gær en kom við sögu þegar England leitaði að jöfnunarmarkinu.
„Ef við myndum ekki treysta honum þá hefði hann ekki spilað síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Southgate.
„Í byrjun leiks viljum við að kantmenn sæki og verjist. Það er hlutur sem Jack getur bætt, hann er betri þegar leikurinn er að opnast og hann er á boltanum.“
„Hann hafði góð áhrif á leikinn en við verðum að halda áfram að bæta hann sem leikmann.“