Króatinn knái Luka Modric hefur skrifað undir nýjan samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid og verður áfram í herbúðum Real til ársins 2023.
Modric, sem vann Ballon d’Or árið 2018, er 36 ára gamall og kom til Madrídinga frá Tottenham fyrir áratug síðan. Hann hefur leikið 436 leiki fyrir Real og unnið fjölmarga titla, þar á meðal fimm Meistaradeildartitla.
Hann var lykilmaður í liðinu sem vann tvöfalt á nýliðinni leiktíð. Þegar Modric vann Ballon d’Or fyrir fjórum árum síðan varð hann fyrsti leikmaðurinn fyrir utan Cristiano Ronaldo og Lionel Messi til hreppa verðlaunin í yfir áratug.