Ensku knattspyrnurisarnir Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Wesley Fofana, varnarmanni Leicester, en hann er metinn á 80 milljónir evra samkvæmt RMC Sport í Frakklandi.
Chelsea sárvantar miðverði eftir að Anthony Rudiger yfirgaf félagið á dögunum en Daninn Andreas Christensen er einnig á förum.
Manchester United tókst ekki að púsla saman góðu miðvarðarpari á síðustu leiktíð og Erik ten Hag, nýi maðurinn á Old Trafford, ætlar sér að styrkja liðið í sumar.
Fofana er 21 árs gamall. Hann kom til Leicester frá St Etienne í Frakklandi árið 2020 og var kosinn besti ungi leikmaðurinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Hann hefur spilað 35 úrvalsdeildarleiki fyrir lærisveina Brendan Rodgers og hefur einnig verið undir smásjá Didier Deschamps, þjálfara Frakklands, að undanförnu.