Darwin Nunez sóknarmaður Benfica vill ganga í raðir Liverpool og Liverpool hefur áhuga á að kaupa hann. Paul Joyce segir frá.
Joyce er sá áreiðanlegasti þegar kemur að Liverpool og segir að allt snúist um þann verðmiða sem Benfica fer fram á.
Samkvæmt fréttum í Portúgal hefur Liverpool nú þegar boðið 85 milljónir punda í þennan frábæra sóknarmann.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Búist er við að Sadio Mane fari frá Liveprool og því gæti þetta orðið byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð.