Enn einn Daninn er genginn til liðs við félag í ensku úrvalsdeildinni en það er hann Rasmus Kristensen sem kemur frá RB Salzburg til Leeds. Leeds staðfesti komu danska landsliðsmannsins til félagsins á fimm ára samning á heimasíðu sinni í dag.
Kristensen lék undir stjórn Jesse March, núverandi stjóra Leeds, þegar Bandaríkjamaðurinn var við stjórnvölinn hjá austuríska liðinu RB Salzburg og varð deildar- og bikarmeistari þrjú ár í röð.
Áður var Kristensen á mála hjá Ajax þar sem hann vann deild og bikar en hann kom þaðan frá FC Midtjylland og varð Danmerkurmeistari tímabilið 2017-18.
Fyrir leika í ensku úrvalsdeildinni dönsku landsliðsmennirnir Kasper Schmeichel, Joachim Andersen, Jannik Vestergaard, Christian Eriksen, Pierre Emil Hojbjerg, Christian Nørgaard, Philip Billing, Mathias Jensen og fleiri.