Wales er komið á Heimsmeistaramótð í Katar sem fram fer síðar á árinu. Liðið vann Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti í dag.
Úkraína var heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Það var hins vegar Wales sem komst yfir á 34. mínútu þegar aukaspyrna Gareth Bale fór af Andriy Yarmolenko og í netið.
Úkraínu tókst ekki að finna jöfnunarmark í síðari hálfleik og fer Wales því á HM.
Þetta er í fyrsta sinn í 64 ár sem Wales kemst á HM.