Miðjumaðurinn Donny van de Beek er í áætlunum Erik ten Hag hjá Manchester United fyrir næstu leiktíð.
Van de Beek gekk til liðs við Man Utd frá Ajax árið 2020. Þá var Ole Gunnar Solskjær við stjórnvölinn. Hollendingurinn fékk hins vegar lítið sem ekkert að spila hjá Solskjær. Ekki skánaði það þegar Ralf Rangnick tók við liðinu undir lok síðasta árs.
Í janúar var van de Beek svo lánaður til Everton.
Nú er ten Hag hins vegar tekinn við hjá Man Utd. Hann vann með van de Beek hjá Ajax og var hann lykilmaður undir hans stjórn.
Ten Hag ætlar sér því að nota van de Beek í alvöru hlutverki næsta vetur.
Erik ten Hag has Donny van de Beek in his plans for next season, as things stand. Been told he’s now expected to play a role in Manchester United team. 🔴🇳🇱 #MUFC
📲 More on Donny and Man Utd plans: https://t.co/CX91hxSaAu pic.twitter.com/dttvDLXRgv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2022