Nemanja Matic er á leið til Roma á frjálsri sölu frá Manchester United. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Serbinn mun skrifa undir samning út næsta tímabil með möguleika á eins árs framlengingu í ítölsku höfuðborginni.
Hjá Roma mun þessi 33 ára gamli miðjumaður hitta fyrir Jose Mourinho sem er stjóri liðsins. Matic lék einnig undir stjórn Mourinho hjá Chelsea og Manchester United.