Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Darwin Nunez, framherja Benfica, til liðs við sig í sumar.
Þessi 22 ára gamli leikmaður raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð. Hann skoraði 34 mörk í 41 leik í öllum keppnum.
Samkvæmt frétt Indipendent vill Benfica fá 100 milljónir punda fyrir Nunez. Það þykir of dýrt fyrir Man Utd í sumar. Erik ten Hag, nýr stjóri liðsins, hyggst endurbyggja það og þarf því fleiri leikmenn.
Samkvæmt Mirror íhugar félagið hins vegar að freista Benfica með því að að bjóða Andreas Pereira í hina áttina. Með því gæti það lækkað verðið aðeins.
Hinn 26 ára gamli Pereira átti gott tímabil með Flamengo í Brasilíu en hann hefur verið víða á láni frá Man Utd undanfarin ár.