Kylian Mbappe skrifaði undir sögulegan samning við Paris Saint-Germain á dögunum.
Um tíma töldu flestir að Frakkinn ungi væri á leið til Real Madrid en þá bauð Parísarfélagið honum stjarnfræðilegar upphæðir og gaf þessum 23 ára gamla leikmanni ýmiss völd innan félagsins.
Það voru margir sem vildu halda Mbappe í borg ástarinnar. Þar á meðal er Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sem hringdi í kappann.
„Ég ráðlagði honum bara að vera áfram í Frakklandi. Þetta var óformlegt og vinalegt spjall,“ sagði Macron um símtalið.
Svo bætti hann við: „Að verja landið er hlutverk forseta.“
Mbappe skrifaði undir samning við PSG til ársins 2025.