KR hefur ráðið Christopher Harrington sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Mun hann stýra liðinu ásamt Arnari Páli Garðarsyni.
Sá síðarnefndi hefur stýrt liði KR í undanförnum leikjum eftir að Jóhannes Karl Sigursteinsson hvarf á braut.
KR hefur ekki farið vel af stað í Bestu deild kvenna. Liðið er í neðsta sæti með þrjú stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.