Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.
Salah hefur þegar sagt frá því að hann muni vera áfram hjá Liverpool á næstu leiktíð. Það eru góð tíðindi fyrir stuðningsmenn félagsins en Sadio Mane, önnur stjarna liðsins, er á förum til Bayern Munchen.
Það þýðir þó að Salah gæti farið frítt næsta sumar.
Samningsstaðan á milli Egyptans og Liverpool er flókin. Ljóst er að enska félagið þarf að bjóða Salah stóran samning á næstu mánuðum til að halda honum hjá félaginu.
Mo Salah situation has not changed, as of now. He doesn’t want to leave Liverpool this summer – but new contract talks are still complicated, up to the club for the next months. 🔴 #LFC
Liverpool will have to improve their proposal or Salah could leave on a free next year. pic.twitter.com/5EXOFXm1T0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2022
Þá segir Mirror frá því að Barcelona hafi þegar boðið Salah að koma til félagsins næsta sumar. Gæti það flækt stöðu Liverpool enn frekar.