Gabriel Jesus, framherji Manchester City, er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Arsenal er í leit að framherja. Alexandre Lacazette hefur yfirgefið félagið og þá fór Pierre Emerick Aubameyang fyrr á þessu ári. Eddie Nketiah er á mála hjá Arsenal en á síðustu leiktíð vantaði félaginu framherja sem gat skorað góða summu af mörkum.
Því horfir Arsenal til Brasilíumannsins Jesus.
Í dag segir enska götublaðið The Sun að Arsenal sé tilbúið að hækka laun Jesus um það sem nemur tæpum 13 milljónum íslenskra króna, eða úr 110 þúsund pundum á viku í 190 þúsund pund.
Samningur Jesus við Man City rennur út eftir næstu leiktíð.