Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur yfirgefið Manchester United á frjálsri sölu og getur því valið sér félag.
Það eru allar líkur á að hann snúi aftur til Juventus, þaðan sem hann kom til Man Utd fyrir um 90 milljónir punda árið 2016.
Juventus mun á næstu dögum hefja beinar viðræður við Pogba. Fabrizio Romano segir frá.
Juventus mun bjóða Pogba 8 milljónir evra á tímabili í grunnlaun. Bónusgreiðslur geta svo bæst við þá upphæð.
Juventus have scheduled new direct contacts soon for Paul Pogba. Negotiations ongoing to discuss details of the contract, after long-term deal proposal worth €8m per season net as guaranteed salary plus add-ons 🇫🇷 #transfers
Real Madrid are focused on Tchouaméni, not on Pogba.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2022