Evrópumeistarar Ítalíu fengu Þjóðverja í heimsókn í Þjóðadeildinni í kvöld.
Lorenzo Pellegrini kom Ítölum yfir á 70. mínútu eftir frábæran undirbúning Degnand Gnonto sem komið hafði inn á sem varamaður fimm mínútum fyrr.
Þjóðverjar voru ekki lengi að svara fyrir sig og Joshua Kimmich jafnaði metin þremur mínútum síðar eftir vandræðagang í vörn Ítala og lokatölur 1-1.
Tyrkland vann Færeyjar 4-0 í Tyrklandi. Cengiz Ünder skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Halil Dervisoglu, Serdar Dursun og Merih Demiral komust allir á blað í síðari hálfleik.
Þá vann Svartfjallaland 2-0 sigur gegn Rúmeníu á heimavelli. Stefan Mugoša og Marko Vukčević gerðu mörk Svartfjallalands í leiknum.