Kólumbíska söngkonan Shakira og spænski knattspyrnumaðurinn Gerard Pique hafa ákveðið að skilja eftir tólf ára samband. Þau sögðu frá þessu í fjölmiðlum í dag.
„Við getum því miður staðfest að við erum að skilja. Það er aðallega til velfarnaðar barnanna okkar sem eru í algjöru fyrirrúmi, við biðjum fólk um að bera virðingu fyrir einkalífi okkar. Takk fyrir skilnginn,“ segir í yfirlýsingu.
Shakira og Pique kynntust árið 2010 við upptökur á tónlistarmyndbandi fyrir lagið Waka Waka (Time for Africa). Lagð var opinbert lag heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2010. Saman eiga þau tvö börn.