Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, hefur verið orðaður við stjórastólinn hjá Paris Saint-Germain. Það er talkSPORT sem segir frá þessu.
Mauricio Pochettino, núverandi stjóri Parísarliðsins, er aðeins einum fundi frá því að vera rekinn úr starfi samkvæmt fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano.
Paris Saint-Germain are oriented to sacking Mauricio Pochettino in the coming days. One more meeting is needed to make official decision – it will take place once Nasser Al Khelaifi’s back. 🚨🇦🇷 #PSG
Leonardo’s departure will be announced very soon, with Campos set to join PSG. pic.twitter.com/S7JYf5bNuL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 3, 2022
PSG varð Frakklandsmeistari á síðustu leiktíð en féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu gegn Real Madrid. Pochettino á eitt ár eftir af samningi sínum í París og hefur ekki notið vinsælda síðan hann tók við stjórnvölunum í janúar 2021.
Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Hann hefur orðið deildarmeistari með Real Madrid, Chelsea og Porto og leiddi Roma til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sínu fyrsta tímabili með liðið.