Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segr að samlandar hans í Senegal fái að ráða um hver verði næsti áfangastaður hans í framtíðinni.
Mané á tólf mánuði eftir á samningi sínum hjá Liverpool. Bayern München hefur sýnt honum honum áhuga en framtíð hans er enn óráðin.
„Ég er á samfélagsmiðlum eins og allir aðrir og les kommentin, eru það ekki í kringum sextíu til sjötíu prósent Senegala sem vilja að ég yfirgefi Liverpol?“ sagði Mané á blaðamannafundi fyrir leik Senegal gegn Benín í undankeppni Afríkumótsins í gær.
„Ég geri það sem þeir vilja. Það kemur fljótlega í ljós! Ekkert vera að flýta ykkur því að við fylgjum þessum eftir í sameiningu,“ bætti Mané við.
Sky í Þýsklandi segir frá því að Bayern muni bjóða Liverpool yfir 30 milljónir evra í skiptum fyrir Mané en þýska stórveldið vill að Senegalinn skrifi undir þriggja ára samning.