Fylkir fékk Vestri í heimsókn á Würth völlinn í Lengjudeild karla í dag. Leiknum lauk með auðveldum 5-0 sigri heimamanna.
Mathias Laursen skallaði Fylkismönnum í forystu á 13. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Benedikt Daríus Garðarsson tvöfaldaði forskotið strax í upphafi síðari hálfleiks og bætti við öðru marka sínu og þriðja marki Fylkismanna á 53. mínútu
Benedikt fullkomnaði þrennuna á 72. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Marvin Darra í marki Vestra. Varamaðurinn Frosti Brynjólfsson skoraði fimmta markið ellefu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Benedikt Daríusi.
Fylkir færir sig upp að hlið Gróttu og Fjölni í öðru og þriðja sæti en liðin þrjú eru öll með tíu stig eftir fjórar umferðir. Vestri er í tíunda sæti með fimm stig.