U19 ára karlalandslið Íslands vann 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna í dag. Leikið var á Pinata á Spáni.
Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmark Íslands. Liðin mættust á miðvikudaginn í síðustu viku og lauk þeim leik með 3-0 sigra Íra og því talsverð bæting hjá íslenska liðinu í dag.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.