Daniel Farke er nýr knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach í þýsku A-deildinni. Samningur hans gildir til ársins 2025.
Farke, sem er þýskur, þjálfaði Norwich á árunum 2017-2021 en var látinn taka poka sinn eftir fjögur ár í starfi eftir að liðið hafði meðal annars tapað fimmtán leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.
Hann tók við stjórnvölunum hjá rússneska liðinu Krasnodar í janúar á þessu ári en yfirgaf félagið minna en tveimur mánuðum síðar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Norwich varð tvisvar meistari í ensku B-deildinni undir stjórn Farke og endaði með 97 stig í síðara skiptið en liðið féll úr efstu deild inn á milli.