Rob Page, þjálfari Wales, segir að Gareth Bale verði klár í slaginn fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu um laust sæti á HM í Katar. Leikurinn fer fram á morgun.
Wales hefur ekki spilað á heimsmeistaramóti í 64 ár og mæta Úkraínumönnum sem slógu Skota úr leik með ástríðufullri frammistöðu í undanúrslitunum á miðvikudaginn. Úkraína vann leikinn 3:1.
„Það var alltaf planið að hann myndi koma inn,“ sagði Page í viðtali á Sky Sport New og átti þar við Bale. „Það er þannig með reynslumestu leikmennina, við spyrjum þá hvað þeir þurfa til að vera í standi á leikdag. Hann er með plan og vildi ekki breyta því.“
„Ég hef lært það sem þjálfari Wales að ef maður vill hafa bestu leikmennina sína inni á vellinum þá verður maður aðlagast. Þeir hafa aldrei valdið mér vonbrigðum,“ bætti Page við.