„Ég var og er enn mjög ánægður að vera hérna,“ segir Cristiano Ronaldo framherji Manchester United sem snéri aftur til félagsins fyrir tæpu ári.
Tímabilið hjá United var slakt en Ronaldo átti flotta spretti og var duglegur að raða inn mörkum.
Hann er spenntur fyrir komandi tímabili þar sem liðið mun leika undir stjórn Erik Ten Hag sem áður stýrði Ajax.
„Manchester Untied fer þangað sem félagið á heima, ég trúi því. Ég veit að Ten Hag vann frábært starf hjá Ajax og hefur reynslu sem þjálfari. Við verðum að breyta þeim hlutum sem hann vill breyta.“
„Ef hann nær árangri þá náum við árangri og það er það sem ég vil. Ég óska honum góðs gengis, vonandi vinnum við titla saman.“