Diego Costa fyrrum framherji Chelsea er litríkur karakter en hann átti góð ár hjá Chelsea áður en hann fór aftur til Atletico Madrid.
Hjá Chelsea lék Costa með hinum rólega og hlédræga, N´Golo Kante sem vill enga athygli og helst ekkert sprell.
„Hjá Chelsea var ég alltaf að reyna að faðma Kante, hann er rosalega feiminn,“ segir Costa.
Costa segir frá því að hann hafi oft verið nakinn að reyna að faðma Kante. „Ég fór nakinn í bað og bað Kante um að faðma mig. Hann neitaði því alltaf.“
„Hann fer ekki einu sinni úr nærbuxunum sínum þegar hann fer í sturtu.“
Kante er enn í herbúðum Chelsea en Costa lék síðast í Brasilíu þar sem hann á ættir að rekja.