Emerson Royal einn af bakvörðum Tottenham lenti í óskemmtilegri reynslu þegar ráðist var á hann með byssu á næturklúbb í heimalandinu, Brasilíu.
Lögreglan hleypti af skotum en atvikið átt sér stað árla morguns. Fjallað er um málið í Brasilíu.
Royal sem er 23 ára gamall var að ganga út af næturklúbbnum þegar ráðist var á hann með byssu. „Glæpamennirnir réðust á hann með byssu og báðu um úrið hans og aðra hluti,“ segir faðir Emerson sem var með í för.
„Þegar glæpamaðurinn sá gæsluna þá fór hann að skjóta á þá og við fórum í felur. Þetta gerðist hratt og ég man ekki mikið.“
Lögreglumaður sem var ekki á vakt sá hvað gerðist og reif upp byssuna og skaut á árásarmanninn. Emerson slapp ómeiddur frá árásinni.
Emerson og faðir hans fór á lögreglulstöðina eftir atvikið og gáfu skýrslu um málið.