Fjölnir tók á móti botnliði KV í Lengjudeild karla í kvöld. Það voru heimamenn sem höfðu betur í 3-1 sigri.
Viktor Andri Hafþórsson kom Fjölnismönnum í forystu eftir tæpan hálfíma leik en Askur Jóhannsson jafnaði metin fyrir KV tíu mínútum síðar. Mörk frá Hákoni Inga Jónssyni og Degi Inga Axelssyni tryggðu Fjölni sigurinn í síðari hálfleik.
Fjölnir er í 3. sæti með tíu stig eftir fimm umferðir en KV er stigalaust á botninum.
Afturelding glutraði frá sér tveggja marka forystu gegn Gróttu á heimavelli. Andri Hoti og Jökull Jörvar Þórhallsson höfðu komið Aftureldingu í 2-0 en Júlí Karlsson minnkaði muninn fyrir gestina á 75. mínútu áður en Ívan Óli Santos tryggði Gróttu jafntefli með marki á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Grótta er í 2. sæti með tíu stig. Afturelding er hins vegar í 10. sæti með þrjú stig.
Kórdrengir og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli í Safamýrinni. Kristófer Páll Viðarsson kom gestunum yfir á 29. mínútu en Iosu Villar skoraði jöfnumarmark Kórdrengja eftir rúman klukkutíma leik. Grindavík hefur farið ágætlega af stað á leiktíðinni og ekki tapað leik en liðið er með níu stig eftir fimm leiki. Kórdrengir eru í 7. sæti með sex stig.